Vissulega lítið vit í slíkum samningi

„Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Enn verri eru þó þær hömlur sem EES-samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan samningsins.